Segir viðsnúning í tekjudreifingu

Stefán Ólafsson
Stefán Ólafsson mbl.is

Þó skorið hafi verið niður til velferðarmála vegna kreppunnar er hlutfall velferðar af þjóðarframleiðslu hærra en það var, sagði Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu í dag. Ríkisstjórnin hefði aukið framlög til tekjulægri hópa þjóðfélagsins til að draga úr áhrifum af kreppunni á heimili.

Í samanburði á stöðu heimila frá árinu 2004 og 2009, hefðu 9% heimila átt erfitt með að láta enda ná saman árið 2004 en í dag væru 13% heimila í þeirri stöðu. Staða eldri borgara hefði verið betri árið 2009 þegar 29% eldri borgara áttu erfitt með að láta enda saman en árið 2004 þegar 38% eldri borgara voru í vandræðum með að láta enda ná saman.

Þegar litið væri til Evrópusambandsins í samanburði fyrir árin 2009 og 2010 hafa íslensk heimili verið undir meðaltali ESB hvað varðar hlutfall heimila sem segjast eiga erfitt með að láta enda ná saman og á síðasta ári væru íslensk heimili í meðaltalinu.

Stefán sagði viðsnúning hafa orðið þegar kæmi að tekjudreifingu, litið aftur til ársins 2008. Þar skipti máli breytt stefna í skattamálum og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum til að létta undir með tekjulægri hópum.

Stefán sagði svigrúm fyrir meiri skattahækkanir, sérlega þegar kæmi að tekjuháum hópum og vísaði þar til auðlegðarskattsins.

 Hér er hægt að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vef Seðlabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK