Hafnar rökum stuðningsmanna evru

Paul Krugman
Paul Krugman

Paul Krugman hagfræðingur segir að sum rök sem talsmenn þess að taka upp evru í stað krónu noti einkennist af þröngsýni. Hann hafnar þeim rökum að krónan sé ónothæf vegna þess að hátt gengi hennar fyrir hrun samhliða háum stýrivöxtum hafi sogað til sín erlent fjármagn.

Krugman sat í vikunni ráðstefnu í Hörpu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stóð að um stöðu peningamála á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hann segist hissa á því hversu margir hafi á ráðstefnunni talið að orsök hrunsins megi rekja til þess að fljótandi gengi krónunnar hafi sogað hingað mikið af erlendu fjármagn í skjóli hárra vaxta.

Krugman bendir á að þetta flæði erlends fjármagns sé alls ekki einsdæmi fyrir Ísland. Hann birtir súlurit máli sínu til stuðnings en það sýnir að fjármagnsflæðið var alls ekki mest til Íslands.

„Staðreyndin er að það skall á flóðbylgja af peningum frá Mið-Evrópu á jaðarríkin. Ísland var bara hluti þessara ríkja sem sum voru með fastgengi gagnvart evru og sum voru með evruna.

Það eru veigamikil rök fyrir því að taka upp evru (og mörg rök gegn því, sem ég tel að séu sterkari). En þetta eru ekki ein þeirra.“

Bloggsíða Krugmans

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK