90% eigna á markað innan þriggja ára

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.

Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað innan þriggja ára. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR,  N1, Icelandic Group og Promens.

Fram kemur í tilkynningu að nú sé  hlutur sjóðsins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting sé í samræmi við stefnu Framtakssjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfamarkaðar á Íslandi.

Þar segir að þetta sé á meðal þess sem hafi komið fram í erindi Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, á málþingi Deloitte, kauphallarinnar og Viðskiptaráðs um virkan hlutabréfamarkaðar á Íslandi í morgun. Þau félög sem til standi að skrá hafi öll sterka stöðu, hvert á sínum markaði.

„SKÝRR er í dag níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um 24 milljarðar króna og hjá félaginu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi.

Icelandic Group er leiðandi alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki. Í lok árs 2011, eftir að eignir félagsins í Bandaríkjunum og tengd starfsemi hafa verið seldar, er gert ráð fyrir að Icelandic Group reki starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu, áætluð heildarvelta verði rúmlega 80 milljarðar króna og starfsmenn verði um 1.200 talsins.

N1 er leiðandi fyrirtæki á íslenskum eldsneytismarkaði með um 35-40% hlutdeild. Velta félagsins á árinu 2010 var um 46 milljarðar króna og er helmingur sölu annað en eldsneyti. Hjá félaginu starfa um 650 manns. Félagið hefur nýlega lokið við fjárhagslega endurskipulagningu og er rekstrargrundvöllur félagsins orðinn sterkur á ný.

Promens er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 47 verksmiðjur Í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Lykilverksmiðjur eru á Dalvík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Tekjur félagsins námu 560 milljónum evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 milljónir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK