Ríkisendurskoðun gagnrýnir fjárlögin

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að fyrir liggur að kostnaður ríkissjóðs vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef verði aldrei minni en 11,2 milljarðar króna er ekki óskað eftir þeim fjárheimildum í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Ríkisendurskoðun gerir við þetta athugasemdir í umsögn sinni við fjárlagafrumvarpið og segir þar að fjármálaráðuneytinu beri að óska eftir slíkum heimildum.

Kostnaður ríkisins vegna yfirtökunnar á SpKef mun nema á bilinu 11,2 til 30 milljarða en deilur standa á milli ríkisins og Landsbankans um verðmæti eigna sjóðsins. Kveðið verður á um þær á næstu mánuðum.

Að þessu undanskildu bendir nú þegar flest til þess að markmið fjárlaganna muni ekki nást. Samkvæmt minnihlutaáliti Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hafa þær breytingar sem hafa verið gerðar á fjárlagafrumvarpinu af ríkisstjórninni og meirihluta fjárlaganefndar auk vantalinna liða leitt til þess að hallareksturinn verði a.m.k. 36 milljarðar á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK