Allt evrusvæðið á athugunarlista

Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur sett lánshæfiseinkunnir allra ríkjanna á evrusvæðinu svonefnda á athugunarlista og segir hugsanlegt að einkunnirnar verði lækkaðar.

Segir fyrirtækið að kerfisbundnir veikleikar á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu vikum og nú sé svo komið að þeir þrýsti á lánshæfiseinkunnir evrusvæðisins í heild.  S&P hafði áður sett Grikkland og Kýpur á athugunarlista en bætir nú hinum 15 ríkjunum á evrusvæðinu við. 

Frakkar og Þjóðverjar brugðust fljótt við og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir heita því að grípa til allra þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar séu til að tryggja stöðugleika á evrusvæðinu. Segjast ríkin taka til greina hugsanlegar aðgerðir Standard & Poor's.

Blaðið Financial Times sagði fyrr í kvöld að S&P hefði látið stjórnvöld í evruríkjunum sex, sem eru með AAA-lánshæfiseinkunn, vita af því að þessar einkunnir yrðu settar á athugunarlista. Þetta eru Þýskaland, Frakkland, Austurríki, Holland, Finnland og Lúxemborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK