Frjálsi eignast Austurstræti 16

Austurstræti 16 hýsti áður Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði húsið.
Austurstræti 16 hýsti áður Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði húsið. Ásdís Ásgeirsdóttir

Frjálsi fjárfestingabankinn eignaðist Austurstræti 16 á uppboði í gær, en húsið er kennt er við Reykjavíkurapótek. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Tjón kröfuhafa nemur mörg hundruð milljónum króna.

Frjálsi fjárfestingabankinn bauð 100 milljónir í húsið. Sú upphæð segir lítið til um verðmæti hússins eða um hver verður niðurstaða af lánveitingum Frjálsa fjárfestingabankans, en hann var búinn að lána 870 milljónir til félagsins.

Húsið er 2.772 fermetrar að stærð. Áætlað verðmæti þess er 550-1000 milljónir. Það getur hins vegar orðið erfitt að selja húsið. Það er friðað að stærstum hluta og því miklar kvaðir varðandi nýtingu þess.

Avant, sem er í eigu Landsbankans, og Arion banki áttu einnig kröfur á A16. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þær eru miklar. Með sölu hússins til Frjálsa Fjárfestingabankans er ljóst að Avant og Arion tapa öllum kröfum sínum. Tjón kröfuhafa er því verulegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK