FCC seldi Torre Picasso

Skýjakljúfurinn Torre Picasso er ein af stærstu byggingum Madridar.
Skýjakljúfurinn Torre Picasso er ein af stærstu byggingum Madridar. Mynd tekin af vef Wikipedia.

Spænska byggingafélagið FCC seldi í dag eina af hæstu byggingum Madridar, skýjakljúfinn Torre Picasso, fyrir 400 milljónir evra en það jafngildir tæpum 64 milljörðum íslenskra króna.

FCC seldi Torre Picasso til fyrirtækisins Pontegadea Inmobiliaria, en það er í eigu Amancia Ortega, ríkasta manns Spánar og stofnanda tískurisans Inditex sem á meðal annars hið sívinsæla vörumerki Zara

Skýjakljúfurinn Torre Picasso var hannaður af japanska arkitektinum Minoru Yamasaki, en hann er einna þekktastur fyrir að hafa hannað Tvíburaturnana sem eitt sinn stóðu í New York-borg. Skýjakljúfurinn er á 157 metrar á hæð, 43 hæðir og með þyrlupall á þakinu. Frá því að skýjakljúfurinn var opnaður árið 1988 og fram að árinu 2007 var hann hæsta bygging Madridar, höfuðborgar Spánar.

Að sögn talsmanna FCC seldi fyrirtækið einnig tvær aðrar byggingar í Madrid og Barcelona fyrir samtal 60 milljónir evra, en það jafngildir rúmum 9,5 milljörðum íslenskra króna.

„Peningarnir sem fengust við það að selja þessar fasteignir munu hjálpa okkur að draga úr skuldum fyrirtækisins en einnig gera okkur kleift að halda áfram að fjármagna grunnstarfsemi fyrirtækisins,“ sagði yfirlýsingu frá félaginu.

FCC skilaði hagnaði sem nemur 175,8 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum þessa árs, en það er 12,4 prósent minni hagnaður en sá sem fyrirtækið skilaði á sama tímabili í fyrra.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK