Skúli Mogensen valinn maður ársins

Skúli Mogensen, stjórnarformaður WOW Air.
Skúli Mogensen, stjórnarformaður WOW Air. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, hefur verið valinn viðskiptamaður ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins, viðskiptariti Fréttablaðsins.

Segir í frétt Fréttablaðsins að Skúli hafi verið mjög áberandi í íslensku viðskiptalífi á árinu sem er að líða. Hann leiddi meðal annars hóp sem eignaðist MP banka, stofnaði lággjaldaflugfélagið WOW Air og er stærsti hluthafi í einu verksmiðjunni í heiminum sem framleiðir eldsneyti úr koltvísýringsútblæstri.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK