Prenta meira fyrir Bandaríkin

Arnar Árnason, markaðsstjóri Odda, með bókina.
Arnar Árnason, markaðsstjóri Odda, með bókina.

Oddi sinnir prentun fyrir Bandaríkjamarkað í auknum mæli og hefur velta slíkra verkefna tvöfaldast milli ára. Ein af ljómyndabókum ársins að mati Time magazine var prentuð þar. Bókin sem um ræðir heitir „The Amnesia Pavillions“ eftir Nicholas Muellner.

Muellner beinir sjónum sínum að litlu þorpi í austurhluta Síberíu sem hann heimsækir aftur eftir 17 ára fjarveru. Í bókinni segir frá leit höfundar að horfnum vini og um leið er fjallað um þær gríðarlegu menningarlegu og efnahagslegu breytingar sem íbúar Síberíu hafa gengið í gegnum sl. 17 ár, að því er segir í tilkynningu frá Odda. Útgefandinn er A-Jump Books.

Í tilkynningunni er haft eftir Arnari Árnasyni, markaðsstjóra Odda, að Oddi sinni í auknum mæli prentun fyrir Bandaríkjamarkað. Veltan í slíkum verkefnum hafi tvöfaldast frá árinu 2010 tilg 2011. Meðal annarra nýlegra verkefna sé t.d. stór sýningarskrá fyrir Guggenheim-listasafnið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK