Rehn gagnrýnir lánshæfislækkun

Olli Rehn
Olli Rehn FRANCOIS LENOIR

Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá Evrópusambandinu, hefur gagnrýnt þá ákvörðun Standard og Poor's að lækka lánshæfismat níu landa innan evrusvæðisins. Hann segir, samkvæmt frétt BBC, ákvörðunina í ósamræmi við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til, til þess að vinna á skuldavanda svæðisins. Rehn er ekki einn um þessa skoðun, því aðrir háttsettir embættismenn innan ESB hafa gagnrýnt lækkunina sem tilkynnt var í gær.

Frakkland fór úr hæstu einkunn þegar það var lækkað úr AAA og í AA+  en Þýskaland hélt sinni einkunn í AAA. Ítalía, Spánn, Kýpur og Portúgal lækkuðu um tvö stig, með þeim afleiðingum að þau tvö síðasttöldu fóru í ruslflokk. Hin löndin sem lækkuðu voru Austurríki, Slóvakía, Slóvenía og Malta.

Þó að lánshæfislækkunin hafi almennt verið viðbúin, getur hún torveldað lántakendum þessara landa sem og ríkistjórnum þeirra að fá lán, auk þess sem lántökukostnaður hækkar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK