Stormur Seafood kaupir Blátún

Framkvæmdastjóri Storms Seafood segir fyrirtækið þurfa að ráða til sín ...
Framkvæmdastjóri Storms Seafood segir fyrirtækið þurfa að ráða til sín 15 manns til viðbótar við fiskvinnslu eftir kaupin á Blátúni. mbl.is/Ernir

Sjávarútvegsfyrirtækið Stormur Seafood hefur keypt fiskvinnslu Blátúns ehf. í Hafnarfirði.

„Kaupverðið er trúnaðarmál,“ segir Halldór Leifsson, framkvæmdastjóri Storms Seafood, í samtali við Morgunblaðið, en við kaupin var meðal annars horft til staðsetningar og hversu vel tækjum búin fiskvinnslan er.

Stormur Seafood komst í fréttirnar á síðasta ári þegar ráðherrar í ríkisstjórn létu kanna lögmæti eignarhalds þess. Þá kom það fram að fjölskylda sem búsett er í Kína á 43% hlut í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélög.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir