Merkel setur ráðstefnuna í Davos

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel Reuters

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, flytur ávarp við upphaf efnahagsráðstefnunnar í Davos í Sviss í næstu viku. 

Auk Merkel munu meðal annars forsætisráðherra Bretlands, David Cameron og fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, taka til máls á ráðstefnunni sem hefst hinn 25. janúar og stendur yfir í fimm daga.

Fastlega er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, verði á ráðstefnunni sem og Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna  Ban Ki-moon og framkvæmdastjóri Heimsviðskiptastofnunarinnar, Pascal Lamyn.

Forsvarsmenn ráðstefnunnar segja að í ár verði sjónum beint að mótun nýrra módela. Segir þýski hagfræðiprófessorinn Klaus Schwab, sem er stofnandi og stjórnarformaður ráðstefnunnar, að nauðsyn sé að  fara vandlega yfir stöðu kapítalismans. „Kapítalismi, í núverandi birtingarmynd, passar ekki inn í þann heims sem  við búum í. Okkur hefur mistekist að læra af fjármálakreppunni árið 2009," segir Schwab.

Gestir á ráðstefnunni verða væntanlega yfir 2.500 talsins auk þess sem nokkur hundruð blaðamenn munu fylgjast með henni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK