Kodak er gjaldþrota

Bandaríski myndavélarisinn Eastman Kodak hefur farið fram á gjaldþrotaskipti.
Bandaríski myndavélarisinn Eastman Kodak hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Reuters

Bandaríski myndavélarisinn Eastman Kodak hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem send var út í morgun. 

Þar segir forstjóri fyrirtækisins, Antonio Perez, að ákveðið hafi verið að fara þessa leið eftir vandlega íhugun. Hann segir þetta hafa verið nauðsynlegt skref fyrir framtíð Kodak.

Tækni og framleiðsluvörur Eastman Kodak urðu til þess að myndavélar urðu aðgengilegar almenningi fyrir rúmri öld síðan.

Fyrirtækið var stofnað af George Eastman árið 1892 og var með yfirburðastöðu á markaði fyrir myndavélar og filmur lungann úr 20. öldinni.

Fyrirtækið hefur átt í vök að verjast síðan stafrænar myndavélar komu til sögunnar skömmu fyrir aldamótin 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK