Sameinast undir heitinu Advania

Advania
Advania

Advania er nýtt nafn Skýrr, HugurAx og norrænna dótturfyrirtækja. Í tilkynningu kemur fram að Advania sé eitt stærsta upplýsingafyrirtæki Norðurlanda með 1.100 starfsmenn og 20 starfstöðvar í fjórum löndum: Íslandi, Lettlandi, Noregi og Svíþjóð – en þar af starfa um 600 manns hér á landi.

Nafnbreytingin er lokahnykkur tveggja ára sameiningarlotu níu fyrirtækja og liður í umbreytingu fyrirtækisins í alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með víðtæka starfsemi. Við nafnbreytinguna hverfa vörumerkin Skýrr, HugurAx og EJS á Íslandi, ásamt Hands í Noregi, Kerfi í Svíþjóð og Aston-Baltic í Lettlandi.

Stærsti eigandi Advania er Framtakssjóður Íslands. Aðrir eigendur eru meðal annars Skúli Mogensen og fjárfestingafélagið Títan, Landsbankinn, VÍS og um 40 smærri hluthafar.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir