Veiking krónunnar 1,2% frá áramótum

Gengisvísitala krónunnar fór yfir 220 stig á tímabili í gær en stendur nú í 219,8 stigum. Hefur gengi krónunnar nú veikst um 1,2% frá áramótum og um 3,7% frá því í lok október síðastliðins þegar gengi krónunnar var sem sterkast á haustdögum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í dag.

„Reikna má með að krónan muni eiga á brattann að sækja fram eftir vetri, en sæki svo í sig veðrið með hækkandi sól. Hreyfingar í gengi krónunnar undanfarið má að stórum hluta skýra með árstíðarsveiflu og mun gengið því að öllum líkindum styrkjast eftir því sem líður á vorið og straumur gjaldeyris vegna ferðamanna fer að aukast á nýjan leik.

Evran kostar nú 160 krónur. Bandaríkjadollar kostar nú 124,3 krónur en og hefur ekki verið dýrari í 18 mánuði. Sömu sögu er að segja um pundið sem kostar nú rétt rúmlega 192 krónur.“  

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir