Auglýsa lítið á Facebook

Íslensk fyrirtæki auglýsa lítið hjá Mark Zuckerberg.
Íslensk fyrirtæki auglýsa lítið hjá Mark Zuckerberg. reuters

Tekjur samskiptavefjarins Facebook námu 3,7 milljörðum dollara í fyrra en fyrirtækið er metið á um 80-100 milljarða dollara.

Er þá fyrst og fremst verið að horfa til vaxtarmöguleika þess en áætlað er að 3 milljarðar manna verði nettengdir árið 2016. Árið 2010 voru 1,6 milljarðar nettengdir, að því er fram kemur í umfjöllun um tekjur samskiptavefjarins í Morgunblaðinu í dag.

Notendur Facebook eru nú alls 845 milljónir talsins og þeirra á meðal eru 68% íslensku þjóðarinnar. Þrátt fyrir það virðast íslensk fyrirtæki lítið auglýsa á þessum áhrifamikla miðli.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir