Níu evruríki vilja skatt á fjármagnsflutninga

Reuters

Hópur níu evruríkja undir forystu Frakklands og Þýskalands hafa óskað eftir því við Dani, sem fara nú með forsætið innan Evrópusambandsins, að flýta áætlunum um sérstakan skatt á fjármagnsflutninga. Þetta þykir benda til þess að ríkin ætli að koma á slíkum skatti innan sinna vébanda þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða um það á vettvangi sambandsins.

„Við teljum mikla þörf á því að komið verði á skatti á fjármagnsflutninga innan Evrópusambandsins til þess að tryggja sanngjarnt framlag frá fjármálageiranum vegna kostnaðarins af efnahagskrísunni og til þess að koma á betra regluverki á evrópskum fjármálamörkuðum,“ segir í bréfinu til danska forsætisins.

Fjármálaráðherrar þeirra níu ríkja sem mynda hópinn skrifa undir bréfið en ríkin eru auk Þýskalands og Frakklands Spánn, Portúgal, Ítalía, Austurríki, Belgía, Finnland og Grikkland samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK