Veltuaukningin 73,9%

Fasteignasala jókst á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu
Fasteignasala jókst á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls var 372 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Heildarvelta nam 11 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,4 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 6,9 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 3,4 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 0,7 milljörðum króna.

Þegar janúar 2012 er borinn saman við desember 2011 fækkar kaupsamningum um 0,3% og velta minnkar um 11,6%. Í desember 2011 var 373 kaupsamningum þinglýst, velta nam 12,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 33,2 milljónir króna.

Þegar janúar 2012 er borinn saman við janúar 2011 fjölgar kaupsamningum um 69,9% og velta eykst um 73,9%. Í janúar 2011 var 219 kaupsamningum þinglýst, velta nam 6,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir króna.

Makaskiptasamningum fækkar

Makaskiptasamningar voru 11 í janúar 2012 eða 3,1% af öllum samningum. Í desember 2011 voru makaskiptasamningar 28 eða 8,2% af öllum samningum. Í janúar 2011 voru makaskiptasamningar 26 eða 12,4% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri í janúar 2012 var 33. Þar af voru 20 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 749 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 14 samningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 251 milljón króna og meðalupphæð á samning 17,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 12 samningum þinglýst á Akranesi. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 204 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17 milljónir króna.

Á sama tíma var 15 samningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 355 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,6 milljónir króna.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir