Gæti lækkað lán fólks verulega

Um verulegar upphæðir til lækkunar lána er að ræða.
Um verulegar upphæðir til lækkunar lána er að ræða. mbl.is/Golli

Dómur Hæstaréttar hinn 15. febrúar 2012 í máli Sigurðar Hreins Sigurðssonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum mun hafa víðtæk áhrif ef hann verður talinn fordæmisgefandi fyrir svipuð mál.

Í Vísbendingu, sem er undir ritstjórn Benedikts Jóhannessonar, segir að erfitt sé að segja til um hver áhrif dómsins verði á einstök lán. Þar skipti miklu hvenær lánin voru tekin og hve mikið hafi verið greitt af þeim.

En samkvæmt útreikningum Vísbendingar ættu lán sem tekin voru í upphafi árs 2005 og greitt var af samkvæmt skilmálum að lækka um allt að 30% frá fyrri útreikningum bankanna. Frá 2006 væri talan svipuð en lán sem tekið var í upphafi árs 2007 ætti að lækka um 23% og lán frá upphafi árs 2008 um 13%.

Dómur Hæstaréttar í gær virðist hafa komið mörgum á óvart og vilja fæstir í fjármálageiranum láta nokkuð hafa eftir sér um málið á meðan lögfræðingar fara yfir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK