Þrjú evruríki með verra mat en Ísland

Skuldatryggingarálag Grikklands og Portúgals er meira en fjórfalt álag Íslands.
Skuldatryggingarálag Grikklands og Portúgals er meira en fjórfalt álag Íslands. mbl.is/reuters

Þrátt fyrir að matsfyrirtæki hafi lækkað lánshæfiseinkunnir margra evruríkja þá eru einungis þrjú evruríki af 17 með verra lánshæfismat en Ísland, þ.e. Grikkland, Portúgal og Kýpur. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka í gær.

Þar kemur fram að Kýpur er með lægri lánshæfiseinkunn en Ísland hjá S&P en með sömu einkunn hjá Moody´s og Fitch, og er lánshæfismat þess þar með aðeins verra sé tekið mið af meðaltali.

Greining Íslandsbanka telur að áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála á lánshæfismati evruríkja, enda séu lánshæfiseinkunnir þeirra meira og minna í neikvæðum horfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK