Vill að Bandaríkjamaður stýri bankanum

Robert Zoellick sem mun láta af embætti forstjóra Alþjóðabankans 30. júní styður að Bandaríkjamaður stýri bankanum áfram en löng hefð er fyrir því. Zoellick hefur gegnt embættinu undanfarin fimm ár.

Robert Zoellick segir að stærsta hagkerfi heims, Bandaríkin, eigi að vera við völd hjá stórum alþjóðlegum stofnunum.

Hann segir að hingað til hafi Bandaríkin tilnefnt forstjóra Alþjóðabankans úr sínum röðum en það sé hins vegar ekki sjálfgefið að svo verði alltaf. En Bandaríkin verði að finna fyrir ábyrgð á alþjóðavettvangi og ef rétti frambjóðandinn finnst þá sé það af hinu góða bæði fyrir Bandaríkin og Alþjóðabankann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK