Apple er vinsælasta fyrirtækið

Reuters

Apple er það fyrirtæki sem nýtur mestrar aðdáunar stjórnenda hjá bandarískum fyrirtækjum, fimmta árið í röð, samkvæmt könnun tímaritsins Fortune. Google er í öðru sæti á listanum og Amazon í því þriðja.

Google var einnig í öðru sæti í fyrra, en vinsældir Amazon hafa aukist verulega, en fyrirtækið var í sjöunda sæti í fyrra. 

Á hæla Amazon fylgdi Coca-Cola og síðan komu fyrirtækin IBM,FedEx, Berkshire Hathaway, Starbucks, Procter & Gamble og flugfélagið Southwest Airlines. 

Þýski bílaframleiðandinn BMW er í 14. sæti listans og fékk flest stig fyrirtækja utan Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir