Apple er vinsælasta fyrirtækið

Reuters

Apple er það fyrirtæki sem nýtur mestrar aðdáunar stjórnenda hjá bandarískum fyrirtækjum, fimmta árið í röð, samkvæmt könnun tímaritsins Fortune. Google er í öðru sæti á listanum og Amazon í því þriðja.

Google var einnig í öðru sæti í fyrra, en vinsældir Amazon hafa aukist verulega, en fyrirtækið var í sjöunda sæti í fyrra. 

Á hæla Amazon fylgdi Coca-Cola og síðan komu fyrirtækin IBM,FedEx, Berkshire Hathaway, Starbucks, Procter & Gamble og flugfélagið Southwest Airlines. 

Þýski bílaframleiðandinn BMW er í 14. sæti listans og fékk flest stig fyrirtækja utan Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK