Gera ráð fyrir rekstrarhagnaði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is

Heildartekjur Hafnarfjarðarbæjar eru áætlaðar 16,6 milljarðar króna á árinu 2013, 16,9 milljarðar króna árið 2014 og 17 milljarðar króna árið 2015. 

Heildarútgjöld á ári 2013 til 2015 eru áætluð um 14,7 milljarðar króna og er framlegðin (EBITDA) um 3 -  3,3 milljarðar króna eða frá 17% - 19% af tekjum. Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar sem rædd var á fundi bæjarstjórnar í gær.

Fjármagnsliðir eru áætlaðir á árinu 2013 1,3 ma. kr en fara lækkandi á árunum 2014 og 2015 vegna lækkandi skulda.  Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu öll árin,  753 millj.kr.  á árinu 2013 , 1,1 ma.kr. á árinu 2014  og um 1,3 ma. kr. á árinu 2015. 

Eigið fé hækkar  sem nemur jákvæðri afkomu og skuldir lækka umtalsvert á tímabilinu, samkvæmt tilkynningu  Eignir sveitarfélagsins lækka á tímabilinu en nýfjárfestingar vega lítið upp í afskriftir ársins.

Á árunum 2013-2015 er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði á bilinu  2 -2,4 ma kr. sem nemur  um 12-14% af heildartekjum.

Áætluðum fjárfestingum verður haldið í lágmarki eða um 190 millj.kr. á árinu 2013 og 2014 en fara í 350 millj.kr. á árinu 2015.  Gert er ráð fyrir 200 millj. kr. lóðasölu  á árinu 2013 og 2014 og 300 millj. kr. sölu á árinu 2015 en í áætluninni er gert ráð fyrir að andvirði lóðanna fari til niðurgreiðslu skulda. 

Ekki er gert  ráð fyrir nýjum lántökum fyrr en á árinu 2015 þegar kemur að endurfjármögnun erlenda lána.   Afborganir  langtímalána og leiguskulda eru um 1,8 ma.kr. 2013, um 2,0 ma.kr. 2014 og 12,5 ma.kr.  á árinu 2015.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK