Hráolíuverð rýkur upp

Olían er annar stærsti kostnaðarliður í rekstri fiskiskipa.
Olían er annar stærsti kostnaðarliður í rekstri fiskiskipa. mbl.is/Ómar

Verð á hráolíu heldur áfram að hækka á mörkuðum. Fatið af UK Brent var komið í 120 dollara í febrúar mánuði.

Ýmsar ástæður eru tíundaðar fyrir þessari miklu hækkun. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, kuldakast í Evrópu, vaxandi eftirspurn í Asíu og Kína svo eitthvað sé nefnt.

Á vef LÍÚ er bent á að þessi mikla hækkun hafi áhrif á allt efnahagslífið og dragi úr hagvexti. Olían er annar stærsti kostnaðarliður í rekstri fiskiskipa og jafn mikil hækkun olíuverðs segir fljótt til sín í rekstrinum. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir