Hagnaður HB Granda 6,2 milljarðar

HB Grandi Norðurgarður
HB Grandi Norðurgarður Af vef HB Granda

Hagnaður HB Granda nam 37,3 milljónum evra á síðasta ári samanborið við 7,8 milljónir evra árið á undan.

Rekstrartekjur HB Granda hf. árið 2011 námu 183,7 milljónum evra samanborið við 144,8 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 56,2 milljónir evra eða 30,6% af rekstrartekjum, en var 41,2 milljónir evra eða 28,5% árið áður.

Hærra EBITDA-hlutfall skýrist m.a. af hækkun á afurðaverði og auknum verðmætum vegna vinnslu á makríl til manneldis. Olíuverð hækkaði hins vegar verulega á milli ára, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Aðalfundur HB Granda verður haldinn föstudaginn 13. apríl í matsal félagsins við Norðurgarð í Reykjavík og hefst klukkan 17:00. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 40% arður af nafnverði hlutafjár (0,40 kr. á hlut), þ.e. arðgreiðsla að fjárhæð 679 millj. kr. (um 4,3 millj. evra á lokagengi ársins 2011), sem samsvarar 11,3% af hagnaði ársins 2011 og 2,4% af eigin fé eða 3,2% af markaðsvirði hlutafjár í árslok 2011. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK