Með rúma 1,1 milljón á mánuði

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ernir

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var með 13,9 milljónir króna í laun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans, sem birt var síðdegis. Það svarar til þess að Steinþór hafi verið með 1,16 milljónir króna í mánaðarlaun.

Gunnar Helgi Hálfdánarson, formaður bankaráðs Landsbankans, var með 6,4 milljónir í laun frá bankanum á síðasta ári, Sigríður Hrólfsdóttir, varaformaður ráðsins, var með 5,1 milljón og aðrir bankaráðsmenn voru með laun á bilinu frá 1,6-4,4 milljónir króna.

Þá kemur fram í ársskýrslunni, að átta framkvæmdastjórar Landsbankans hafi verið með samtals 168 milljónir króna í árslaun eða að jafnaði 21 milljón króna hver. Þá voru framkvæmdastjórar fimm dótturfélaga samtals með 77,3 milljónir króna í árslaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK