Merkel: Evrukreppunni ekki enn lokið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði á fundi í gær með flokksfélögum sínum að efnahagskreppunni á evrusvæðinu væri ekki lokið enn. Kreppan væri einfaldlega stödd á einu af „fjölmörgum stigum“ sínum. Frá þessu er greint á fréttavefnum Euobserver.com en þar kemur fram að svo virðist sem traust fjárfesta sé að aukast á evrusvæðinu.

Merkel sagði hins vegar að þýska hagkerfið væri „ekki á slæmri leið“ og bætti því við að Evrópusambandið stæði á algerum tímamótum.

„Hvernig verða aðstæðurnar og hversu miklar vonir geta fjárfestar í Evrópu, Ameríku og Japan sem settu fjármuni sína í þessi ríki gert sér um að sjá peningana sína aftur?“ spurði Merkel og vísaði þar til þeirra evruríkja sem átt hafa í mestum erfiðleikum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK