Olíuverð hækkaði í kvöld

Verð á hráolíu hefur hækkað í dag
Verð á hráolíu hefur hækkað í dag AP

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði töluvert undir kvöld og er það rakið til óvissu um olíuútflutning Írans vegna spennunnar í samskiptum við vesturveldin.

Í New York hefur verð á West Texas Intermediate hráolíu hækkað töluvert og er nú 108,25 Bandaríkjadalir tunnan og hefur ekki verið hærra síðan 2. mars.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu hækkað töluvert og fór hæst í 127,06 dali tunnan.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir