Reynir að selja Ítalíu til Asíu

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti.
Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti. AFP

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, ætlar á næstu dögum að eiga fundi með stjórnmálaleiðtogum og fjárfestum í Suður-Kóreu, Japan og Kína í þeirri von að selja þeim hugmyndina um að skynsamlegt sé að fjárfesta á Ítalíu.

Monti, sem tók við af Silvio Berlusconi í nóvember, ætlar ekki að eyða neinum tíma til einskis og freistar þess nú að sannfæra asíska fjárfesta um að peningum þeirra sé varið í fjárfestingar á Ítalíu en landið hefur undanfarin misseri glímt við mikið skuldafjall hins opinbera.

Er það von Monti að honum takist að snúa dæminu við hvað varðar opinberar skuldir Ítalíu en þær nema nú 120% af vergri landsframleiðslu sem er tvöfalt meira en reglur Evrópusambandsins kveða á um.

Monti leggur af stað í Asíuförina á morgun þar sem hann byrjar á því að eiga fund með forseta Suður-Kóreu, Myung-Bac, og tekur þar þátt í fundi með leiðtogum fleiri ríkja áður en hann heldur til Japans. Þar mun hann eiga fund með fjármálaráðherra, Jun Azumi, á miðvikudag og leiðtogum helstu banka og fjármálastofnana. Þaðan fer hann til Kína þar sem hann fundar með lykilmönnum í stjórnmálum og viðskiptalífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK