Hækkar hagvaxtarspá sína

Hagstofan spáir 6,1% atvinnuleysi á þessu ári.
Hagstofan spáir 6,1% atvinnuleysi á þessu ári. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagstofa Íslands spáir 2,6% hagvexti á þessu ári, en í síðustu spá spáði Hagstofan 2,4% hagvexti. Í þjóðhagsspánni segir að vöxt landsframleiðslu megi rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar.

Í þjóðhagsspánni segir að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið 3,1%, en Hagstofan hafði áður birt spá um að hagvöxtur á árinu yrði 2,6%.

„Þó að verðbólga hafi aukist nokkuð síðustu mánuði hefur kaupmáttur launa vaxið frá síðasta vori, sem styður áframhaldandi vöxt einkaneyslu. Fjárfestingar hafa einnig tekið við sér þó að heildarfjárfesting þurfi að aukast talsvert á næstu árum til að ná sögulegu stigi,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Í síðustu spá Hagstofunnar frá var spáð 4,1% verðbólgu á þessu ári, en í nýju spánni er spáð 4,8% verðbólgu.

Hagstofan hefur lækkað spá um atvinnuvegafjárfestingu á þessu ári. Nú er spáð að atvinnuvegafjárfesting myndi aukast um 11,8% í ár, en í eldri spá var reiknað með að hún myndi aukast um 19%.

Þá hefur Hagstofan lækkað spá um atvinnuleysi á þessu ári úr 6,4% í 6,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK