Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlits

mbl.is

Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem honum var birt var í dag, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Málið varðar verðlagningu Símans á farsímamarkaði. Samkeppniseftirlitið hefur lagt 440 milljóna sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum. Lagðar eru 390 milljónir króna sektir á Símann fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði og 50 milljón króna sektir fyrir ranga og misvísandi upplýsingagjöf í málinu.

Af þessu tilefni vill Síminn taka fram eftirfarandi:

  1. Verðákvarðanir og verðstefna Símans lúta ströngu eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar og tilgangur Símans er ávallt að mæta samkeppni á eðlilegan hátt.
  2. Í rökum Samkeppniseftirlits er á því byggt að sökum stærðar kerfis Símans sé algengara að viðskiptavinir annarra símafyrirtækja hringi í kerfi Símans en öfugt og að það veiti Símanum forskot í samkeppni. Þetta er einfaldlega rangt. Ný fyrirtæki á markaði njóta svokallaðs jákvæðs mismunar og hefur Síminn því greitt meira til þeirra vegna millikerfasímtala en þau til Símans. Nam mismunurinn yfir hið ætlaða brotatímabil 2,4 milljörðum króna Símanum í óhag.
  3. Síminn telur að í þessu máli hafi Samkeppniseftirlitið ekki virt þá frumskyldu sína að vernda samkeppnina heldur sé verið að fordæma eðlilega háttsemi á samkeppnismarkaði til að vernda tiltekna keppinauta félagsins. Slík framganga er til þess fallin að skaða samkeppni og vera neytendum til tjóns þegar til lengri tíma er litið.
  4. Síminn telur sig hafa góðan málstað að verja og byggir afstöðu sína meðal annars á áliti virts ráðgjafarfyrirtækis, Copenhagen Economics, varðandi álitaefnin sem hér er um rætt. Copenhagen Economics hefur víðtæka þekkingu á sviði samkeppnisréttar, einkum er varðar fjarskiptamarkaði. Hefur fyrirtækið m.a. unnið fyrir framkvæmdastjórn ESB og ýmsar fjarskiptaeftirlitsstofnanir, þ.m.t. póst- og fjarskiptastofnun Noregs.
  5. Meginniðurstaða álitsgerðar Copenhagen Economics er sú að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins samræmist hvorki aðferðafræði evrópskra eftirlitsstofnana né ríkjandi sjónarmiðum í evrópskum samkeppnisrétti og hagfræðilegum rökum. Þá gangi mat Samkeppniseftirlitsins ekki upp sé litið til þróunar á íslenskum farsímamarkaði síðastliðinn áratug.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK