Fá 46,8 milljarða endurgreidda

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Áhrif dóms Hæstaréttar um vaxtaútreikning ólögmætra gengistryggðra lána eru þau að fjármálastofnanir þurfa að endurgreiða 46,8 milljarða til viðskiptavina sinna sem tóku þessi lán.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um áhrif gengislánadóma Hæstaréttar. Þessi lán eru samtals bókfærð hjá lánastofnunum á 668 milljarða. Þarf eru lán einstaklinga 109 milljarðar. FME telur að bankarnir þurfi að niðurfæra þessi lán um samtals 165 milljarða vegna gengislánadómsins. Stærstur hluti þessara niðurfærslu gerist með þeim hætti að höfuðstóll lánanna er færður niður. Hins vegar hafa hafa lántakar í mörgum tilvikum greitt of mikið af þessum lánum og eiga því rétt á endurgreiðslu.

Í minnisblaði FME segir að ofgreiðslur vegna opinna samninga sem ekki er unnt að skuldajafna sé samtals 20.657 milljónir króna. Ofgreiðslur vegna lokaðra samninga samninga sé 26.141. Samtals gera þetta um 46,8 milljarðar. Þessi upphæð kemur til vegna dóms Hæstaréttar sem féll í febrúar og varðaði þá vexti sem lánin áttu að bera aftur í tímann. Bankarnir miðuðu við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, en meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að ætti að miða við Libor-vexti sem eru miklu lægri.

Minnisblað FME

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK