Stýrivextir óbreyttir í Svíþjóð

Sænskar krónur.
Sænskar krónur.

Sænski seðlabankinn ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum, en þeir eru nú 1,5%. Spáir bankinn því að verðbólga haldist lág og muni renna frekari stoðum undir hagvöxt.

Seðlabankinn telur vísbendingar um batnandi efnahagshorfur eftir lægð á síðasta ári. Bankinn lækkaði stýrivexti um 0,25% í febrúar.

Svíþjóð er í Evrópusambandinu en á ekki aðild að myndbandalaginu og styðst því ekki við evruna. Því ákveður sænski seðlabankinn stýrivexti í landinu en ekki sá evrópski.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK