Jarðvegsflutningur skýrir hækkun

Jarðvegslosun hefur verið flutt frá Hólmsheiði í Bolaöldur
Jarðvegslosun hefur verið flutt frá Hólmsheiði í Bolaöldur

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl hækkaði um 1,4% frá fyrri mánuði. Hækkunin skýrist að mestu leyti af því að flytja þarf jarðveg um lengri veg en áður eftir að jarðvegslosun fyrir höfuðborgarsvæðið var flutt frá Hólmsheiði í Bolaöldur í mars 2012.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,8%. Áhrifa kerfisvillu sem leiðrétt var í maí 2011 gætir ekki lengur í tólf mánaða breytingunni, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK