Sala á Actavis jafnvel kynnt á morgun

Deutsche Bank
Deutsche Bank Reuters

Væntanlega verða tilkynnt kaup bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Watson Pharmaceuticals á Actavis á morgun. Kaupverðið er um 4,5 milljarðar evra, 752 milljarðar króna. Deutsche Bank þarf væntanlega að afskrifa enn meira vegna Actavis.

Í frétt Bloomberg kemur fram að kostnaður Deutsche Bank verði væntanlega 400 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi. Bankinn kynnir uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung hinn 26. apríl nk.  Á fjórða ársfjórðungi í fyrra afskrifaði Deutche Bank 407 milljónir evra vegna Actavis. Deutsche Banklánaði Actavis 4,7 milljarða evra þegar hann var bakhjarl Björgólfs Thors Björgólfssonar er hann keypti aðra hluthafa út úr Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir