Mesta árshækkun launa í 13 ár

Reuters

Launavísitalan hefur hækkað um 12,1% á síðustu tólf mánuðum og hefur hún ekki hækkað jafn mikið á einu ári í 13 ár, eða síðan í mars árið 1998.

Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka kemur fram að þessi hraði taktur endurspegli augljóslega að mestu áhrif kjarasamningsbundinna hækkana launa frá því í maí á síðasta ári en tvær kjarasamningsbundnar hækkanir voru hjá hverjum launþegahópi innan tímabilsins.

„Með hækkandi sól má svo reikna með að það fari að draga verulega úr 12 mánaða takti launavísitölunnar og þá sérstaklega í júní þar sem mikil hækkun varð á launum í þessum mánuði í fyrra vegna kjarasamninga, eða sem nemur um 3,9%,“ segir í Morgunkorni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK