Actavis selt í dag

Actavis í Hafnarfirði
Actavis í Hafnarfirði

Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Watson Pharmaceuticals mun tilkynna í dag um kaupin á Actavis á 4,5 milljarða evra, 741 milljarð króna ef marka má fréttir fjölmargra fjölmiðla í gær og í dag. Verður sameinað félag eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims.

Í Financial Times er talað um að þýski bankinn Deutsche Bank sé að ganga frá sölunni á Actavis en bankinn mun kynna uppgjör sitt á morgun. Bankinn hafi lánað Björgólfi Thor Björgólfssyni um fjóra milljarða evra þegar hann keypti Actavis með skuldsettri yfirtöku árið 2007.

Deutsche Bank hefur þegar afskrifað háar fjárhæðir vegna Actavis og mun væntanlega afskrifa enn frekar í uppgjörinu fyrir fyrsta ársfjórðung, sem verður birt á morgun.

Segir FT að salan á Actavis verði kynnt fyrir birtingu uppgjörsins.  Bæði FT og Wall Street Journal segja að Watson muni greiða 4,25 milljarða evra fyrir Actavis og síðar verði 250 milljónir evra greiddar ef Actavis nær ákveðnum árangri í starfi.

Watson Pharmaceuticals
Watson Pharmaceuticals
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK