Hættur hjá Lyfjaveri

Aðalsteinn Steinþórsson
Aðalsteinn Steinþórsson

Aðalsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri Lyfjavers hefur að eigin ósk sagt starfi sínu lausu. 

Aðalsteinn stofnaði Lyfjaver árið 1998 ásamt bróður sínum og mági og var meðeigandi Lyfjavers allt til ársins 2010.  Aðalsteinn var lengst af stjórnarformaður en framkvæmdastjóri síðan 2008.

 „Ákvörðunin er tekin að vel athuguðu máli en ég hef starfað fyrir Lyfjaver allt frá stofnun félagsins og finnst núna rétti tíminn til þess að breyta til og takast á við ný verkefni.  Framtíðin er björt hjá Lyfjaver, félagið er með frábært starfsfólk og trausta og góða viðskiptavini. Öllum þessum aðilum þakka ég frábært samstarf allan þennan tíma,“ segir Aðalsteinn Steinþórsson, í fréttatilkynningu.

Aðalsteinn Ingvason hefur frá sama tíma verið ráðinn framkvæmdastjóri Lyfjavers.   Hann hefur verið fjármálastjóri Lyfjavers og Invent Farma á Íslandi síðan 2008.  Aðalsteinn er 42 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Hjá Lyfjaver starfa 40 manns.  Lyfjaver er 100% í eigu Invent Farma.

Aðalsteinn Ingvason
Aðalsteinn Ingvason
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir