Hagnaður Marels eykst um 48%

Theo Hoen forstjóri Marel.
Theo Hoen forstjóri Marel. mbl.is/Rax

Hagnaður Marels á fyrsta ársfjórðungi nam 13,1 milljón evra, 2,2 milljarðar króna, sem er 48% aukning frá sama tímabili í fyrra er hagnaðurinn var 8,8 milljónir evra.

Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2012 námu 184,9 milljónum evra, sem samsvarar 20,4% aukningu samanborið við sama tímabil árið 2011.

 Á síðasta ársfjórðungi var góður vöxtur á mörkuðum í Asíu og Suður Ameríku sem vó ríflega upp á móti hægari vexti í Bandaríkjunum, segir í tilkynningu.

Horfur fyrir árið 2012 eru áfram jákvæðar að mati Marel ef litið er til pantanastöðu og markaðsþróunar.

Theo Hoen, forstjóri: „Við erum ánægð með góðan tekjuvöxt og hagnaður félagsins er í takt við áætlanir. Það var mikil aukning í nýjum pöntunum á fyrsta ársfjórðungi, einkum í kjúklinga- og fiskiðnaði í Asíu og Suður Ameríku. Marel nýtur góðs af sterkri markaðsstöðu og útbreiðslu á heimsvísu. Ennfremur hefur sú stefna að fjárfesta vel í vöruþróun tryggt stöðugt framboð af nýjum vörum og lausnum sem stuðla að aukinni verðmætasköpun meðal viðskiptavina okkar.

Við höfum hvergi gefið eftir þegar kemur að rekstrarhagræðingu með sífelldri endurskoðun vinnuferla og styrkingu sölu- og þjónustunets okkar. Í stuttu máli þá gengur vel við að koma stefnu félagsins í framkvæmd og starfsfólk Marel er einbeitt í að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Hoen í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK