Lánshæfiseinkunn Spánar lækkuð

Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur ákveðið að lækka landshæfiseinkunn Spánar samkvæmt fréttavef Bloomberg-fréttaveitunnar en tilkynning þess efnis barst frá fyrirtækinu í dag. Einkunn Spánar er lækkuð úr A í BBB+.

Í tilkynningunni koma fram áhyggjur af því að Spánverjar geti veitt bankakerfi landsins nauðsynlegan stuðning samhliða því sem efnahagsástandið innan þess fer versnandi.

Lánshæfiseinkunn Spánar vegna skammtímaskuldbindinga var einnig lækkuð úr A-1 í A-2 og horfum vegna langtímaskuldbindinga breytt í neikvæðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK