Nýr útibússtjóri á Húsavík

Höskuldur Skúli Hallgrímsson
Höskuldur Skúli Hallgrímsson © Bernhard Kristinn Ingimundars

Höskuldur Skúli Hallgrímsson hefur verið ráðinn útibússtjóri  Íslandsbanka á Húsavík og tekur hann við starfinu 1. júlí nk.

Lilja Rögnvaldsdóttir hefur gegnt hefur útibússtjórastöðunni undanfarin tæp fjögur ár. Höskuldur Skúli kom  til  starfa  í útibúinu árið 2007 og hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Áður var hann fjármálastjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur.

Höskuldur Skúli er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst en hann er  að  auki rafiðnaðarfræðingur og iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir