UPS kaupir metanbíla

Askja er með umboð fyrir Mercedes-Benz Sprinter sendibíla
Askja er með umboð fyrir Mercedes-Benz Sprinter sendibíla

Hraðsendingarfyrirtækið UPS hefur fengið afhenta þrjá Mercedes-Benz Sprinter sendibíla sem eru allir metanknúnir. Bílarnir eru notaðir til útkeyrslu á hraðsendingum og almennum flugsendingum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Við erum mjög ánægð að fá þessa umhverfismildu og eyðslugrönnu bíla í okkar þjónustu. Við viljum metanvæða bílaflotann okkar og þetta er fyrsta skrefið í þeirri viðleitni. Auk þess að stuðla að minni útblæstri þá reiknum við með að árlegur sparnaður af rekstri bílanna sé umtalsverður. Við erum að horfa á hreinan eldsneytissparnaði auk þess sem við spörum dýrmætar gjaldeyristekjur með því að nota einvörðungu íslenskt eldsneyti. Einnig bera metanbílar lægri vörugjöld í innkaupum,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Express ehf, sem er umboðsaðili fyrir UPS á Íslandi, í fréttatilkynningu.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir