Minni fjárfestingar en meiri bílasala

Reuters

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 2,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dróst því talsvert saman frá því sem var síðustu þrjá mánuði síðasta árs en þá var hagvöxturinn 3%.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að hagfræðingar hefðu gert ráð fyrir að hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs yrði 2,5%.

Fram kemur að samdrátturinn sé helst rakinn til þess að bandarísk fyrirtæki hafi dregið úr fjárfestingum. Á hinn bóginn hafi aukinn sala á bifreiðum stutt við hagvöxtinn.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir