Sharp tapaði 594 milljörðum króna

Reuters

Tap japanska raftækjaframleiðandans Sharp nam 4,7 milljörðum Bandaríkjadala, 594 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári sem lauk þann 31. mars sl. Er tapið einkum rakið til lélegrar sölu á LCD sjónvarpstækjum.

Áætlanir Sharp gera ráð fyrir því að tap á yfirstandandi rekstrarári verði um 370 milljónir dala. Er þar gert ráð fyrir því að orkuverð verði áfram hátt og að efnahagslægð verði áfram í Evrópu.

Rekstrarárið á undan, apríl 2010-mars 2011, hagnaðist Sparp um 19,4 milljarða jena, 30 milljarða króna.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir