Tap Farice 8,6 milljónir evra

Komið með enda Farice-sæstrengsins að landi í Seyðisfirði árið 2003.
Komið með enda Farice-sæstrengsins að landi í Seyðisfirði árið 2003. mbl.is

Mjög dró úr tapi Farice á síðasta ári miðað við árið á undan. Tapaði Farice 8,6 milljónum evra, 1.435 milljónum króna, árið 2011 samanborið við 17 milljón evra  tap árið 2010.

Farice á og rekur sæstrengina Farice og Danice milli Íslands og Evrópu.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu nýverið gerði innanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, þjónustusamning við Farice til næstu fimm ára, á grundvelli almannahagsmuna. Þurfti félagið að standa skil á 226 milljóna króna afborgun 15. apríl sl. en það fjármagn var ekki fyrir hendi. Mun ríkið á grundvelli þessa samnings greiða Farice um 355 milljónir kr. á þessu ári. Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins, sem lagt var fyrir ríkisstjórn vegna þjónustusamningsins, segir m.a. að hefði ekki verið gengið frá þessari greiðslu hefði fjarskiptasamband þjóðarinnar verið í hættu og því mikilvægir almannahagsmunir að tryggja reksturinn.

Ríkissjóður á um þriðjungshlut í Farice, sem og Landsvirkjun, og Arionbanki á um 40% eftir að hafa breytt skuldum í hlutafé. Atkvæðamagn er hins vegar mismunandi og fer ríkið með meira en helming atkvæða í stjórn.

Hlutafé Farice  var aukið um átta milljónir evra í september í fyrra og nemur nú 83,5 milljónum evra.

Eiginfjárhlutfall var um áramót 48,3% en var í árslok 2010 45,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK