Telja að verðbólgan hafi náð hámarki

Reuters

Greining Íslandsbanka telur að verðbólgan hafi náð hámarki á árinu og að hún komi til með að hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,78% í apríl og er það meiri hækkun en greiningardeildir höfðu spáð.

 Miðað við bráðabirgðaspá greiningar Íslandsbanka um verðbólguþróun mun verðbólgan verða komin niður í 5,8% í júní, og verður hún þá um 6,1% á öðrum ársfjórðungi. Eru þetta töluvert dekkri horfur en  Seðlabankamenn höfðu reiknað með snemma í febrúarmánuði, og verður áhugavert að sjá hvernig spá þeirra mun líta út fyrir næstu misseri um miðjan maímánuð, segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

„Frá vaxtahækkuninni þann 21. mars síðastliðinn hafa tvær verðbólgumælingar verið birtar og er ljóst að þær tölur draga ekki úr líkum á því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti þann 16. maí næstkomandi.

Þannig var tónninn í peningastefnunefnd ansi harður á kynningarfundi í kjölfar síðustu vaxtaákvörðunar og vart er við því að búast að tónninn verði mildari á næsta fundi. Sem kunnugt er kom fram á síðasta fundi að ef verðbólguhorfur batna ekki umtalsvert á næstunni muni koma til frekari hækkunar nafnvaxta til þess að taumhald peningastefnunnar verði nægjanlegt.

Taldi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, að mikið yrði að gerast ef það yrði ekki raunin í maí. Erum við því enn á þeirri skoðun að nefndin muni hækka vexti bankans um a.m.k.  0,25 prósentur í maí,“ segir í Morgunkorni.


Miðað við viðbrögð á skuldabréfamarkaði nú í morgun virðast menn vera nokkuð svartsýnir á veðabólguhorfur, segir í Morgunkorni.

Þannig hefur krafa verðtryggða hlutans verið að mjakast aðeins niður á við en töluverð hækkun hefur verið á óvertryggða hlutanum, og þá meira á styttri endanum en þeim lengri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK