18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði

Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011. Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.

Leigjendur í óniðurgreiddu húsnæði greiða hæst hlutfall tekna sinna í húsnæði, 24,9% að meðaltali. Eigendur sem borga af húsnæðislánum verja að jafnaði 18,7% tekna í húsnæði sem er svipað og hjá leigjendum í niðurgreiddu húsnæði, en þeir borga 18,9%. Sambærilegt hlutfall hjá eigendum í skuldlausu húsnæði er 10,6%.

11,3% greiða yfir 40% ráðstöfunartekna í húsnæði

Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi.

Árið 2011 bjuggu 10% húseigenda við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað og 16,4% leigjenda. Við nánari greiningu má sjá að 18,6% leigjenda sem borguðu markaðsverð höfðu verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað en 13,7% þeirra sem fengu niðurgreidda leigu. Meðal húseigenda sem borguðu af húsnæðislánum bjuggu 10,8% við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað en 6,5% þeirra sem bjuggu í skuldlausu húsnæði. Hlutfallið jókst í öllum hópum milli áranna 2010 og 2011, samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands.

Hlutfall fólks sem glímdi við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2010 var lægra í 18 Evrópuríkjum en á Íslandi. Danir voru með hæsta hlutfallið en Kýpurbúar með það lægsta. Íbúar 20 Evrópuþjóða greiða lægra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en Íslendingar. Danir greiða hæsta hlutfallið en Maltverjar það lægsta, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK