Hagnaður InBev jókst um 75%

Anheuser Busch InBev
Anheuser Busch InBev Reuters

Hagnaður brugghússins Anheuser-Busch InBev jókst um 75% á fyrsta ársfjórðungi og nam 1,69 milljörðum Bandaríkjadala, 213 milljörðum króna.

Fyrirtækið framleiðir meðal annars Budweiser, Beck's og Stella Artois. Er aukning hagnaðar tilkomin vegna aukinnar sölu, minni kostnaðar og lægri skatta. Hagnaður Anheuser-Busch InBev nam 964 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Er hagnaðurinn nú umfram væntingar markaðarins en spá greiningardeilda hljóðaði að meðaltali upp á 1,39 milljarða dala.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir