Hækkun í Asíu og Eyjaálfu

Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu hækkuðu í dag og er hækkunin rakin til aukinnar framleiðslu í Bandaríkjunum í Kína.

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,31% í kauphöllinni í Tókýó í dag og í Seúl hækkaði Kospi vísitalan um 0,86%. Í Sydney nam hækkunin 0,14%,

Það sem af er degi hefur Hang Seng vísitalan hækkað um 1,32% í Hong Kong og í Sjanghaí nemur hækkun dagsins 1,83%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir