Jákvæður rekstur hjá Árborg

Eyþóri Arnalds er formaður bæjarráðs í Árborg.
Eyþóri Arnalds er formaður bæjarráðs í Árborg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jákvæður rekstur var hjá Árborgar í fyrra, annað árið í röð. Hagnaðurinn í fyrra var 65 milljónir króna. Skuldahlutfall lækkaði úr 203% í 173%.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í morgun. Í fréttatilkynningu segir að þó að skuldahlutfall hafi lækkað séu skuldir enn miklar og verðbætur síðasta árs voru mun hærri en gert var ráð fyrir í áætlun. 

Tekjur sveitarfélagsins voru 5.400 milljónir og rekstrargjöld 4.241 milljónir króna . Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 1.159 milljónir króna af samstæðu og hækkar um 34% úr 862 milljónir króna milli ára. EBITDA hlutfall fer í 22% af tekjum sem er vel yfir viðmiðunarmörkum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir hefur hækkað úr 696 milljónum eða um 67% frá 2009.

„Greiðslugeta sveitarfélagsins hefur nú gjörbreyst á tveimur árum. Skuldir sveitarfélagsins eru nú 7,9X EBITDA eða liðlega áttfaldur rekstrarhagnaður en var 13X EBITDA eða þrettánfaldur rekstrarhagnaður fyrir aðeins tveimur árum. Er ljóst að nú hefur skuldasöfnun verið stöðvuð og rekstur sveitarfélagsins orðinn sjálfbær,“ segir í fréttatilkynningu.

Fjármagnsgjöld vega þungt og eru 717 milljónir króna hjá samstæðu, engu að síður lækka skuldir að krónutölu en afborganir lána námu 964 milljónum á móti lántöku upp á 532 milljónir króna. Að frádregnum fjármagnsgjöldum og afskriftum er niðurstaðan jákvæð um 64,7 milljónir króna fyrir skatta og 35 milljónir króna eftir skatta. Í fréttatilkynningu segir að áfram verði leitast við að vinna að hagræðingu í rekstri og lækkun skulda eins og kostur er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK